Hvað er Pró hús

/Hvað er Pró hús
Hvað er Pró hús2019-02-04T09:23:55+00:00

Byggingarefni og eiginleikar í Pró húsum.

LSC sem stendur fyrir, light steel construction. Léttir stálprófílar sem koma yfirleitt í einingum eða römmum fyrir veggi og burðarbitum fyrir gólf og þök. Einangrað með létt steinull, klætt með efni sem heitir Nevpanel sem er síðan  með þétt steinull veðurkápan er múrkerfi, áli eða annað sambærilegt. Nevpanel er efni sem brennur ekki tekur ekki í sig raka, er bæði hljóð -og hitaeinangrandi, myglar ekki og er 100% náttúrulegt. Sparnaður í undirstöðum getur verið talsverður þegar tekið er með í reikninginn hversu létt stálgrindin er.


Lítið bygginga sorp.

Bygginga sorp stafar af ýmsum orsökum:

• Of mikið pantað af efni
• Skemmdir á byggingarefni
• Endurvinna vegna mistaka og ónákvæmni

Talið er að allt að 13% af byggingarefni að meðaltali geti farið til spillis á byggingastað en til samanburðar er nánast ekkert sorp sem fellur til við uppsetningu og framleiðslu stálgrindarhúsa og það má í raun segja að stál sé umhverfisvænt, um það bil 93% af öllu stáli er endurunnið eftir notkun, 50 % stálframleiðslu í Evrópu kemur frá endurunnu stáli.


Eiginleikar.

Styttri byggingartími.

Sterkt en létt: LSC léttir stálprófílar hafa einna hæsta hlutfall styrks miðað við vigt af þeim byggingarefnum sem notuð eru í dag, þetta leiðir til minni efnisnotkunar í grunn húsa og það hversu létt efnið er auðveldar alla vinnu á byggingarstað.

Öryggi: Styrkur stáls og sá eiginleiki að brenna ekki gerir það að verkum að stálprófílhús standa frekar af sér til dæmis eldsvoða og jarðskjálfta.

Endurvinnanlegt: Allt stál er endurvinnanlegt.


Svar við vöntun á íbúðarhúsnæði.

Þörf á húsnæði á íslenskum markaði er mikil og markaðurinn krefst hagkvæmni, hraða og góðra bygginga. Stálprófílhús uppfylla allar þessar kröfur til viðbótar við að hafa upp á mikla möguleika að bjóða í hönnun. Til að mæta þeirri miklu eftirspurn eftir góðu húsnæði á viðráðanlegu verði sem er krafa frá samtökum atvinnulífsins, launþegahreyfingunni og ekki síst öllum almenningi er Pró hús góður kostur. Það kemur ekki á óvart að eftirspurn eftir byggingum úr stálprófíl séu í hröðum vexti nú á tímum og mikil bylting mun trúlega eiga sér stað með tilkomu Pró húsa á Íslandi.


Gott verð og umhverfisvænt.

Krafan um umhverfisvænan byggingarmáta hefur verið ein af ástæðum fyrir aukinni eftirspurn eftir stálprófílhúsum. Stál er efni sem er bæði varanlegt og endurnýtanlegt. Það er staðreynd að hægt er að taka stálbyggingar í sundur og setja saman aftur ef þörf krefur. Jafnvel eftir nokkrar slíkar endurtekningar heldur stál sínum eiginleikum og hefur ekki áhrif á umhverfið á nokkurn hátt. Þó að umhverfisvænir þættir séu stór partur í vinsældum stálprófílhúsa er ekki síður efnahagslegur ávinningur ástæða þessara vinsælda.
Stálprófílhús eru jákvæð nýjung fyrir byggingamarkaðinn og forsniðinn stálprófíll er hágæða byggingarefni á sanngjörnu verði. Ekki aðeins það heldur styttir það byggingartíma mikið sem eykur mjög hagkvæmni.


Jarðskjálftar.

Stálprófílhús þola vel jarðskjálfta og hefur það átt sinn þátt í aukningu á vinsældum þeirra. Hátt viðnám, sveigjanleiki og léttleiki stálsins gerir það að verkum að hús byggð á þennan máta standast vel jarðskjálfta. Þar sem stálprófilhús eru mun léttari en hús byggð á hefðbundinn hátt eða um 5 sinnum léttari er mun minna álag á þau við jarðskjálfta. Áhrifa veðurfars gætir líka minna á stál en á annað byggingarefni. Þessi þáttur ætti að vera mikilvægur á landi eins og Íslandi.


Hreinn byggingastaður.

Einn margra kosta við að byggja hús úr stálprófílum er lágmarks rusl frá byggingastað, allt burðarvirkið er forsniðið fyrir hvert verkefni fyrir sig. Það er dýrt og mikil vinna að losa sig við rusl svo það má með sanni segja að létt stálprófílhús séu umhverfisvæn hús. Stálinu verður aldrei hent, stál er alltaf endurunnið og sama má segja um flest annað sem í húsunum er sem byggð eru eftir þeirri forskrift sem Pró hús vinnur eftir.